Food & Fun 2018

Food & Fun 2017

Við á Geira Smart kynnum með miklu stolti Jakob Mielcke sem gestakokk okkar á Food & Fun 2018.

Jakob Mielcke er sjálflærður kokkur sem hefur komið víða við. Hann hefur til að mynda unnið hjá hinum fræga Pierre Gagnaire, bæði á veitingahúsi hans í London og þriggja Michelin stjörnu veitingastað hans í París. 2002 sneri Jakob aftur til Danmerkur sem yfirkokkur á Jan Hurtigkarl og árið 2008 opnuðu Jakob og Jan saman staðinn Mielkce & Hurtigkarl.

Jakob hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir sínar eigin versjónur af nútíma matargerð bæði innan og utan Danmerkur.

Hugmyndafræði hans er byggð að miklu leyti á að ná til fólks með því að vera skemmtilegur, ögrandi og koma á óvart. Hann er reynsluríkur þar sem hann hefur ferðast töluvert um heiminn og matreiðsla hans hefur litast af því. Hann er með einlægan og nýstárlegan stíl með asísku stefi og á hann það sameiginlegt með okkur að hann sækir flest af sínu hráefni beint úr „bakgarðinum“ ef svo má segja.

Í dag er Jakob yfirkokkur og meðeigandi veitingastaðarins Mielkce & Hurtigkarl í Kaupmannahöfn og hefur setið í dómnefnd dönsku útgáfu þáttanna Masterchef sl. 4 ár.

Ásamt Jakobi verðum við með Sebastian Kofi. Sebastian er Sous Chef á Mielcke & Hurtigkarl. Hann vinnur náið með Jakobi í uppsetningu réttanna og þróunarvinnu í eldhúsinu. 

Sebastian á ekki langt í að verða einn færasti kokkur Danmerkur þar sem hann sópar til sín verðlaunum, nú síðast sem "besti ungi kokkur Danmerkur".

Hann hefur mikinn áhuga á framandi matargerð frá framandi löndum sem er eitt af lykilhugtökum veitingahússins Mielcke & Hurtigkarl.

Við erum virkilega spennt fyrir Food & Fun þetta árið og hlökkum til að deila gleðinni með ykkur.

Verið viss um að panta borð í tíma hér á heimsíðunni eða í síma 528 7050.

Food & Fun matseðill

Ígulker
Shiso & Tempura

Hörpuskel
Græn Jarðarber & Pommeló

Sólflúra
Kjúklingaskinn & Kombu

Lamb
Karamellað Krem & Bjarnarlaukur

Pandan Lauf
Adzuki-baunir & Kókos

Birki
Sellerírót & Tonka-baunir

Verð: 8900 kr.