Food & Fun 2019

Food & Fun 2019

Geiri Smart kynnir með stolti, Michelinstjörnu kokkinn Sasu Laukkonen, sem gestakokk sinn á Food & Fun 2019.

Sasu Laukkonen kemur frá veitingastaðnum ORA í Finnlandi sem skartar hinni víðfrægu Michelinstjörnu.

Sasu ferðast mikið og er það sérlegt áhugamál að fá að koma inn á ólíka veitingastaði í hlutverk gestakokks. Markmið hans er að notast eingöngu við nærtæk hráefni sem og að vinna með fyrirtækjum í nærumhverfi veitingastaðarins.

Að því tilefni verða Geiri Smart og Sasu í nánu samstarfi við Omnom, Kex brewery, Ártanga, Reykjavík Roasters og Nordic Wasabi, á meðan hátíðinni stendur.
Matseðillinn er hér að neðan og eins og sést þá verður áherslan á íslensk hráefni að hætti Sasu.

Food & Fun verður dagana 27. febrúar – 3. mars frá kl. 18.
Á meðan á hátíðinni stendur verður eingöngu hinn einstaki matseðill Sasu í boði á kvöldin á Geira Smart en hefðbundinn seðill í hádeginu.

Borðabókanir eru í fullum gangi.

Bóka borð.
Verð fyrir matseðil: 8900 kr.
Verð fyrir matseðil með vínpörun: 17800 kr.

Við hlökkum til að fá Sasu til okkar í eldhúsið og lofum mikilli upplifun og góðri skemmtun á Food & Fun 2019.


Njótið!

Food & Fun matseðill

Íslenskir tómatar og jarðarber með söl

Þorskur fyrri hluti, þorskhnakki með haus og tungu

Þorskur seinni hluti, þorskbein með kinnum og hrognum

Íslenskt lamb með kartöflum, kaffi og lambahjarta

Omnom súkkulaði með jurtaís og karamellumalti

Verð: 8900 kr.
Verð með vínpörun: 17800 kr.