Áramótabomba Geira Smart

Geiri Smart er í essinu sínu á áramótunum og býður upp á 5 rétta áramóta bombu á gamlarskvöld og nýárskvöld. Þrátt fyrir að það megi segja að það séu alltaf jólin hjá Geira Smart þá tekur hann þetta alla leið á aðventunni og spilar með ljúfa og kannski eilítið öðruvísi jólamatartóna.

Athugið að panta borð í tíma. Síminn er 528 7050 og geiri@geirismart.is

5 áramóta- og nýársbomba Geira Smart

Síld og rúgbrauð
Marineruð síld með eggjakremi, skarlottulauk, dilli og stökku rúgbrauði

Graflax
Fennel- og dillgrafinn lax, hrogn, gúrkur og yuzu majónes

Reykt grísasíða
Steikt brioche brauð, reykt grísasíða, rauðrófa, græn epli

Saltfiskur og hrútaber
Hægeldaður saltfiskur, gulrófu- og piparrótarremúlaði, hrútaberjakrap

Hreindýr
Hreindýr, hreindýrapylsa, seljurót, villisveppir, ristaður pipar, íslensk ber

Kryddbrauð og sýrður rjómi
Sýrður rjómaís, rifsber, kryddbrauð

Verð: 17.800.- pr. mann.
Vínpörun að hætti Ölbu: 9.800.- pr. mann

Vinsamlegast spyrjið um grænmetismatseðil fyrirfram.