Jólin á Geira Smart 2019

Við verðum með slifsi, slaufur og borða í hárinu á aðventunni. Pantaðu borð á Geira Smart þegar þú ætlar í miðbæinn að hjálpa til við að búa til jólastemninguna, líta í búðir og kíkja á fólk.

SMART AÐVENTA

Á aðventunni er Geiri Smart í essinu sínu og á veislugleði hans sér engan líka. Sérvaldir jólaseðlar Geira verða í spilun frá kl. 18.00, 21. nóvember til 6. janúar.

Fyrir hópa 10 eða fleiri - vinsamlega hafið samband í síma 528-7050

Þriggja rétta jólaseðill: 8.500 kr. á mann

 • Humarsúpa, humar, hörpuskel, hvítsúkkulaði rjómi
 • Val um Anda Confit eða Grísakinn
  Léttreykt grísakinn, epli, sellerí, vínber, valhnetusoðsósa 
  Anda Confit, perur, appelsínur, soðsósa
 • Kleinuís, hvítsúkkulaði og mysingsmús, rabarbari, heslihnetur

Fimm rétta jólaseðill: 11.900 kr. á mann

 • Humarsúpa, humar, hörpuskel, hvítsúkkulaði rjómi
 • Léttreykt grísakinn, epli, sellerí, vínber, valhnetusoðsósa
 • Seljurót, síld, rúgbrauð, pikklaður perlulaukur
 • Hreindýr, rósakál, seljurót, rauðrófur, blóðberg og rifsberjagljái
 • Sýrður rjómaís, rifsber, greni-marengs

 

24. desember: fjögurra rétta jólaseðill 12.900 kr. á mann
25. desember: fjögurra rétta jólaseðill 12.900 kr. á mann
31. desember: fjögurra rétta áramótaseðill 12.900 kr. á mann
1. janúar a la carte matseðill

Tveggja rétta hádegisseðill með jólaívafi: 3.400 kr. á mann

 

JÓLALEGUR BRÖNS

Þann 23. nóvember klæðist brönsinn hans Geira sparilega hátíðarbúningnum sem fer honum svo
einstaklega vel. Jólagleðin lifnar í hjörtunum yfir ljúfum en eilítið öðruvísi matartónum.

Jólabröns: 4.500 kr. á mann

Börn 6-12 ára greiða 2.250 kr.
5 ára og yngri fá frítt
Hvenær: Alla laugardaga, sunnudaga og rauða daga frá 23. nóvember 2019 til 1. janúar 2020
Klukkan: 12.00-15.00

 

SMART JÓLABOÐ

Geiri Smart er í hjarta miðbæjarins og smellpassar því fyrir jólagleði fyrirtækisins. Við bjóðum alls konar herbergi, króka og kima til að halda upp á jólastarfsandann og gleðjast með góðum vinnufélögum.

 

DANSKA STOFAN

Danska stofan dregur nafn sitt af danska sendiráðinu handan götunnar. Hún er tilvalin til að „hygge sig“ með vinum eða í minni fyrirtækjahópum sem vilja vera aðeins út af fyrir sig. Þar geta allt að 14 setið til borðs og hún rúmar allt að 40 í standandi boði. Hópar sem halda fimm rétta matarboð með vínpörun hjá Geira Smart eiga möguleika á að vera í Dönsku stofunni sér að kostnaðarlausu.

 

Hafðu samband og við skipuleggjum svakalega skemmtilega og smart jólaupplifun í mat, drykk og stemningu. Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 528 7050 eða á geiri@geirismart.is