Jólin á Geira Smart

Við verðum með slifsi, slaufur og borða í hárinu á aðventunni. Pantaðu borð á Geira Smart þegar þú ætlar í miðbæinn að hjálpa til við að búa til jólastemninguna, líta í búðir og kíkja á fólk.

SMART AÐVENTA

Á aðventunni er Geiri Smart í essinu sínu og á veislugleði hans sér engan líka. Sérvaldir jólaseðlar Geira verða í spilun frá kl. 17.30, 18. nóvember til 30. desember.

Fyrir hópa 10 eða fleiri - vinsamlega hafið samband á netfangið geiri@geirismart.is eða í síma 528-7050

Fimm rétta jólaseðill: 10.900 kr. á mann

 • Grafinn lax, rúgbrauðsmulningur, dill mæjó
 • Villisveppasúpa, sýrðir sveppir
 • Kanadískur humar, grasker
 • Andarbringa, rauðrófa, kartöflur, kantarellusveppir
 • Kirsuber, pistasíur

Fimm rétta grænmetis-jólaseðill: 8.900 kr. á mann

 • Butternut grasker, sítrus, valhnetur, feta ostur
 • Villisveppasúpa, sýrðir sveppir
 • Brokkolíní, blómkáls couscous, hvítlauksdressing
 • Rauðrófur, valhnetur, baunaspírur, salat, pólenta
 • Kirsuber, pistasíur 

HÁTÍÐLEG JÓL HJÁ GEIRA SMART

Geiri Smart verður opinn alla jólahátíðina og býður upp á ógleymanlegan jóla- og áramótakvöldverð.

24. desember

 • Lystauki: Grafin önd, ferskjur
 • Forréttur: Hægeldaður Lax, piparrótar gremulata, steinseljusósa
 • Aðalréttur: Andarbringa, rauðrófur, brómber
 • Eftirréttur: Súkkulaði Creamaux, hnetur, sítrus

Grænmetis seðill:

 • Lystauki: Fyllt blöðrukál, sveppir, furuhnetur
 • Forréttur: Salat, radísur, pikklaður laukur, brauðraspur, ólífur
 • Aðalréttur: Seljurót, sellerí, gulrætur
 • Eftirréttur: Súkkulaði Creamaux, hnetur, sítrus

25. desember

 • Lystauki: Grafin önd, ferskjur
 • Forréttur: Sellerírótarsúpa
 • Aðalréttur: Nautalund, gulrætur, kartöflu anna, soðsósa
 • Eftirréttur: Crème Brûlée

Grænmetisseðill

 • Lystauki: Butternut grasker, sítrus, valhnetur, feta ostur
 • Forréttur: Seljurótarsúpa
 • Aðalréttur: Rauðrófur, valhnetur, baunaspírur, salat, pólenta
 • Eftirréttur: Crème Brûlée, ber

31. desember

 • Lystauki: Grafin önd, ferskjur
 • Forréttur: Hörpuskel, laukur, lauksoðósa
 • Aðalréttur: Lambafille, kartöflu-anna, nýpa
 • Eftirréttur: Hunangs- og vanillu panna cotta

Grænmetisseðill

 • Lystauki: Fyllt blöðrukál, sveppir, furuhnetur
 • Forréttur: Brokkolíní, blómkáls couscous, hvítlauksdressing
 • Aðalréttur: Gulrætur, gljáður skalottulaukur, sinnepssósa, heslihnetur
 • Eftirréttur: Hunangs- og vanillu panna cotta

Verð á mann: 14.900 kr. / 10.900 fyrir grænmetisseðlana
Kampavínsglas í boði hússins

Borðabókanir eru nauðsynlegar á hátíðardögum 

 

SMART JÓLABOÐ

Geiri Smart er í hjarta miðbæjarins og smellpassar því fyrir jólagleði fyrirtækisins. Við bjóðum alls konar herbergi, króka og kima til að halda upp á jólastarfsandann og gleðjast með góðum vinnufélögum.

 

DANSKA STOFAN

Danska stofan dregur nafn sitt af danska sendiráðinu handan götunnar. Hún er tilvalin til að „hygge sig“ með vinum eða í minni fyrirtækjahópum sem vilja vera aðeins út af fyrir sig. Þar geta allt að 14 setið til borðs og hún rúmar allt að 40 í standandi boði.  

Hafðu samband og við skipuleggjum svakalega skemmtilega og smart jólaupplifun í mat, drykk og stemningu. Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 528 7050 eða á geiri@geirismart.is