Gisting og kvöldverður

Geiri Smart er svo heppinn að vera staðsettur á jarðhæð eins fallegasta hótels landsins, Canopy Reykjavík.

Nú langar okkur að snúa bökum saman og bjóða upp á frábært tækifæri til þess að vera ferðamaður í eigin borg.
Gisting í eina nótt með morgunverði á Canopy Reykjavík og þriggja rétta kvöldverður að hætti Geira Smart.

Canopy Reykjavík hlaut nýverið verðlaunin TripAdvisor's Travellers' Choice 2019 sem besta hótelið í Reykjavík að mati ferðamanna.
Hjá okkur verður svo boðið upp á glæsilegan þriggja rétta kvöldverð.
Forrétturinn er humarsúpa, í aðalrétt er val um andabringu eða karfa og eftirrétturinn er klístraður karamellubúðingur. Eftirminnileg matarupplifun í fallega hönnuðu umhverfi.

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 528-7000 og á www.canopyreykjavik.com/offers.

  • Tilboðið er í boði dagana 18. – 30. apríl.
  • Verð fyrir tvo: 29.400 kr.
  • Vinsamlegast athugið að borðabókun á Geira Smart verður gerð kl. 19:00 það kvöld sem gistingin er á því nafni sem hótelbókunin er.
  • Nánari upplýsingar eru í gestamóttöku Canopy í síma 528-7000 eða á netfanginu canopy@icehotels.is.