Vínnámskeið 2020

Einstakt tækifæri til að upplifa vínsmökkun með reynslumesta vínþjóni Íslands Ölbu Hough.Alba Hough - Chef Sommelier, Geiri Smart

 Alba er með gráður frá Wine & Spirit Education Trust og Court of Master Sommeliers og er varaforseti Vínþjónasamtakanna. Hún hefur verið í veitingahúsabransanum frá unga aldri og viskubrunnur hennar um vín er einstaklega djúpur. Hún er margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna og hefur margoft verið fulltrúi Íslands í alþjóðlegum vínþjónakeppnum. Eins var Alba dómari á síðasta Heimsmeistarmóti vínþjóna í Belgíu, ASI Contest of the Best Sommelier of the World.

 Alba fræðir þátttakendur um uppruna vína, víngerð og víngerðarlönd á meðan þeir dreypa á ljúffengu freyðivíni.

Þá eru kynnt til leiks sex ólík vín. Þrjú hvít og þrjú rauð þar sem farið er yfir einkenni þessara klassískra þrúga og vínin smökkuð. Þú áttar þig þá enn frekar á hvað við vínin þér finnst gott og getur nýtt þér þekkinguna bæði í næsta matarboði, í Vínbúðinni og á veitingastöðum að ógleymdri Fríhöfninni.

Við höldum svo áfram að njóta vínanna með „Charcuterie“ að hætti Geira Smart og þá verður hægt að spyrja sérfræðinginn að öllu því sem viðkemur vínum.

Geiri Smart býður svo þátttakendum að halda áfram að njóta kvöldsins með 25% afslætti af öllum seðlinum hjá sér, bæði mat og drykk.

 

Fordrykkur klukkan 17:30
Námskeiðið sjálft hefst stundvíslega klukkan 18:00 og mun standa yfir í um tvær klukkustundir.
Verð: 9.900 kr. á mann.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Ef hópar vilja bóka einkanámskeið má hafa samband við alba@icehotels.is

Námskeiðið getur verið bæði á íslensku og ensku.