Föstudaginn 25.júlí milli 17:30 - 18:30, bjóðum við upp á notalega stemningu með Jasmínu Jóhönnudóttur söngkonu.
Jasmín, íslensk-amerísk söngkona frá New York sem komst í topp 15 í Idol á Stöð 2 árið 2024, mun heilla gesti með blöndu af djassi, R&B og nútíma poppi.
Gleðistund verður á sínum stað, þannig að þetta er tilvalið tækifæri til að njóta tónlistar og ljúffengra drykkja í góðum félagsskap.
📍 Efri hæð Geira Smart
🎟 Aðgangur ókeypis