Um okkur

Um Geira SmartHjarta Reykjavíkur slær enn í miðbæ borgarinnar, þar sem Geiri Smart fagnar bæði sérvisku og fágun.

Við beygjum okkur ekki undir neinar reglur þegar kemur að matargerð heldur helgast valið af framleiðslu bænda hverju sinni. Tækifærin birtast þegar innblásturinn ræðst af vörunni. Sjálfbærni er Íslendingum í blóð borin en við þurfum þó stöku sinnum að sækja út fyrir landsteinana. Hvaðan sem hráefnin koma eru það alltaf gæðin sem stýra hraðanum.
Við stýrum stefnunni.

Húrra! Húrra! Húrra!

Velkomin á Geira Smart Restaurant.

 

Endalaus verkur gleðinnar

Þetta var skrifað í stjörnurnar. Eða lá kannski eitthvað í loftinu í MH? Fjögur ungmenni með músíkina í blóðinu - sem öll áttu móður að nafni Margrét - tóku fyrstu skrefin á ævintýralega farsælum ferli. Og Spilverk þjóðannna - já með þremur ennum - trónir samkvæmt áreiðanlegustu heimildum á toppnum sem besta hljómsveitarnafn söguþjóðarinnar.

Plöturnar sex sem urðu til á fimm árum eru með þeim frumlegustu og minnistæðustu í íslenskri tónlistarsögu. Spilverkið fór eigin leiðir, gjarnan á skjön við ríkjandi stefnur og strauma. Markvisst kæruleysi og botnlaus vandvirkni í bland við stöðuga leit að töfrum augnabliksins var hluti uppskriftarinnar sem aldrei var skrifuð.

Yrkisefni spanna víðan boga; húmor, pólitík og grár, grænn og gulur hversdagsleiki vega salt við ljóðræna fegurð hins smáa sem snertir hjörtu. Og sköpunargleðin var í öndvegi. Einn gagnrýnandi komst svo að orði að Spilverkið verkaði á menn eins og endalaus verkur gleðinnar.

Við getum ekki hugsað okkur betri tón til að slá fyrir Geira Smart.