Morðgáta Geira

Hvernig hljómar kvöldstund af dulúð, spennu og ljúffengum veitingum? Ekki missa af æsispennandi kvöldstund hlaðinni háska, glamúr og dulúð. Þorir þú?

Njóttu kvöldsins sem hluti af spennandi sögu, fullri af grunsamlegum persónum, leyndardómum og óvæntum vendingum. Þið vinnið saman að því að finna vísbendingar, yfirheyra grunaða og leysa málið áður en kvöldinu lýkur.

Dagskrá:

Fordrykkir: 18:30 - 19:00 í setustofunni á 2. hæð

Viðburður hefst: 19:00 í Dönsku Stofunni beint inn af Geira Smart

Áætluð lengd: 2 - 3 klukkustundir

Aldurstakmark: 20 ára

Verð: 14.990 kr. á mann

Umsjá: Benedikt Gröndal

ATH: Viðburðurinn fer fram á Íslensku

InnifaliðSpennandi kvöld fullt af hlátri og drama, þar sem þú ert ekki bara gestur heldur hluti af sögunni. Þrír drykkir eru innifaldir ásamt léttum veitingum. Allir þátttakendur fá einnig 20% afslátt af kvöldverði á Geira Smart fyrir viðburðinn (mælt er með að panta borð tímanlega).

BÓKA MORÐGÁTU

 

Upplifunin hentar hópum einstaklega vel, fullkomið fyrir vina- eða starfsmannahópa og er tilvalin sem teymisviðburður fyrir þau sem vilja gera eitthvað öðruvísi og eftirminnilegt saman.

Fullkomnaðu upplifunina með gistingu í Standard Queen tveggja manna herbergi á Canopy Reykjavík City Centre. Sérstakt verð er 31.990 kr. fyrir herbergið á nótt (aðeins 15.995 kr. á mann), og gildir tilboðið nóttina fyrir eða eftir viðburðinn.

Bókanir fara fram í gegnum netfangið: reservations@icehotels.is

Tekst þér að leysa málið í tæka tíð, eða mun sökudólgurinn sleppa?

 

 

Bókunarskilmálar:

Bókunum lýkur tveimur vikum fyrir viðburð. Lágmarksþátttöku þarf að ná svo viðburðurinn fari fram, annars gæti honum verið frestað eða aflýst. Gefa þarf upp greiðslukortaupplýsingar til að staðfesta bókun og koma í veg fyrir fjarvistir (no-show), en engin greiðsla er dregin fyrr en viðburðurinn hefur verið staðfestur.

Fyrir frekari upplýsingar: geirismart@icehotels.is