Vínin okkar

Hér á hjara veraldar er það veðurfarið sem mótar íslensku þjóðina – hér er það eingöngu hið þrjóska og einstaka sem ber ávöxt. Loftslagið er okkur ekki hindrun heldur innblástur.

Þeir sterkustu og útsjónarsömustu lifa af og það sama á við um vínvið. Sumir ná aldrei fótfestu í hrjóstrugum jarðveginum en aðrir dafna og blómstra svo eftir er tekið. 

Umhverfi sem einkennist af svölu og harðgerðu ræktunarlandi gefur af sér einstaklega duglegar og kraftmiklar þrúgur sem minna dálítið á íslensku þjóðarsálina.

Vín úr köldu loftslagi eru fágæt en eins og við vitum svo vel er magn aldrei það sama og gæði.

Vínlistinn